Tuesday, May 29, 2007

Jæja komin heim :D


Þetta er Viktor kisin hans Gizurar afa


Og þetta er hún Pandora hin kisan hans Gizurar afa

Þá er maður lentur á Fróni eftir stutta en athafnasama ferð til Danmerkur. Við mættum eldsnemma um morgun á föstudegi í Köben og lögðum okkur smá áður en við keyrðum í um 4-5 tíma til Jódlands þar sem brúðkaupið var haldið. Veðruið var yndilsegt og ofboðslega gaman að sjá alla fallegu náttúruna og það kom ósjaldan fyrir að maður hugsaði "Moli hefði nú ekkert á móti því að hlaupa hér um ;)". Þegar við komum á staði þar sem veislan var haldin og þar sem við fengum gystingu sem var Kristin heimaavistaskóli, var hjálpað til með undirbúnig þar sem þau hefðu einhvað dregist aftur úr.
Á laugardeginum var svo vaknað borðaður morgunmatur og svo skellt sér í sturtu og fínu fötin og beint í kirkjuna. Brúðurinn Panille mætti 20. mín of seint og var brúðguminn Kevin orðin ansi hreint stressaður þar sem vinir hans og bræður hefðu verið að stríða honum á því að hún hefði fengið could feed og snérist hugur. Atöfnin var bæði flutt á dönsku og máli Kevins sem ég man ekki hvað er en hann er frá Íran. Pabbi Kevins gifti þau og var þetta ofboðslega fallegt allt saman.
Seina um kvöldið var svo haldin veisla og var gleðskapur langt fram á nótt þar sem var dansaðir Íranskir dansar sem var alveg svakalega gaman að taka þátt í. Við lögðum svo afstað á hádegi deginum eftir aftur til Köben og gistum hjá Gizuri afa það sem eftir var af ferðinni.

Þetta er tækið ég alveg að fíla mig í tætlur

Á sunnudeginum skruppum við svo um kvöldið á Bakkan sem er hálfgert tívolí og var það aðlveg gegjað gaman, Davíð vann fyrir mig þennan bangsa og allt í svona leik þar sem þú átt að slá kalla ofan í holu. Við fórum í klessubílana, vatnsrússíbana, bílarússíbana, og svonma hús sem er allt á ská og hreifist gegjað gaman.
Í gær eiddum við svo mestum deginum í dýragarðinum en byrjuðum samt daginn á því að fara í morgunmat hjá ömmu Mæju og fá smá tebirkis sem er í algjöru uppáhaldi hjá Davíð mínum.
Dýragaðrðurinn er geðveikur og fanst mér hann betri en sá sem er í San Diego og kom það mér á óvart. Þú ert í miklu meiri nálægð við dýrin þarna og þau virðast vera mun afslappaðari. Um kvöldið fórum við svo í mat til vinafólks Sveinbjarnar og Lindu Lenu oh Mogens og var það alveg ofboðslega skemmtilegt og róleg stemmning.
Við lögðum svo afstað eldsnemma í morgun eftur til baka til Íslands og voru fagnaðar fundir þegar Moli tók á móti okkur ;).


Ein að lokum að Láru systur hans Sveinbjarnar ;).

Takk í bili

Kv Fjóla

Thursday, May 24, 2007

Danmörk here we come!!!!

Jæja þá erum við að fara eftir klukkutíma út á völl og erum við spennt en þó ekki alveg búin að átta okkur á þessu og líka soldið þreytt.
Moli verður í pössun hjá pabba og mömmu og ætla ég rétt að vona að strákurinn hagi sér vel ;). Við komum svo aftur á þriðjudagsmorguninn þannig að þetta er stutt ferð.
Jæja þá segi ég bara eigið þið góða helgi og Guð blessi ykkur.

Kv Fjóla

Saturday, May 19, 2007

Fjöruferð og sumarbústaður


Jæja í gær eftir vinnu fór ég og náði í hundana Fróða og Sóma til mömmu þeirra og ákvað að fara með þá í smá fjöruferð. Kristín vinkona endaði með að koma með mér með Sóldísi og Júlíu Nótt og var ekkert smá gaman hjá þeim. Ég var að sjálfsögðu með myndavélina með og smellti af nokkrum myndum af dúllunum að skemmta sér í sandinum og sólarljósinu ;). Sómi byrjaði að grafa holu og þá urðu Fróði og Júlía að gera það líka. Eftir gönguna komu strákarnir með mér heim og lúlluðu í smá stund áður en þeir fóru í vinnuna til mömmu sinnar.

Eftir nokkrasr mínútur ætlum við Helga og Kristín að fara í bústað með alla hundana, fara í göngur, borða nammi, spila og horfa einhvað á the dog wispherer ;).
Ég verð með meira niðurhal af upplýsingum og myndum fljótlega.

Bestu sumarkveðjur Fjóla og Moli spennt fyrir hunda helgi ;D

Wednesday, May 16, 2007

Týra í heimsókn :D


Jæja ég fór og fékk Týru lánaða í smá göngu og svo í heimsókn til mín eftir göngu. Ég verð bara að segja að ég er alveg kollfallin aftur fyrir Griffoninum ef það er nú bara hækt. Týra er algjört ljós og ssvo skemmtilegur hundur. Ég sé mig alveg fyrir mér með eina svona í framtíðinni ;).
Ég ætla bara að skella inn nokkrum myndum af dúllunni og Mola sem koma svona líka vel saman



Kv Fjóla

Hundar, peningar og Danmerkur ferð

Það er fátt sem ég get hugsað um þessa dagana en að safna og safna peningum, verðandi hvolpur eftir ár og Danmerkur brúðkaupsferð sem er núna 26 maí. Ég er búin að vera að passa litla hvolpuinn hennar Helgu vinkonu núna eftir vinnu vegna þess að Helgar er alveg að farast úr flensu og hefur það verið gaman að fá smjörþefin af því að vera aftur komin með hvolp :D. Ég er búin að vera í sambandi við Sillu um að fá Týru Griffon lánaða í göngur með mér og Mola og er ég að spá í að skella mér út núna á eftir með þau tvö.
Annars er lítið að frétta af mér nema bara það að ég er að vinna eins og hestur til að fá eins mikið af peningum inn á heimilið og ég get til að geta keypt verðandi hvolp og svo við getum flut til Bandaríkjana eftir tvö ár án neinna vandræða. Það er alveg rosalega gaman að vinna í bakaríinu og við Marisa skemtum okkur eins og venjulega hressar og kátar á morgnana.
Ég ætla að láta fylgja með mynd af honum Sóma hennar Helgu og mér þegar hann kom í heimsókn um daginn.



Kær kveðja Fjóla bóla ;)

Wednesday, May 02, 2007

Mola-myndband

Smá vídeó sem mig langaði að skella hingað inn

Þetta er hann Moli þegar ég fór aðeins út með Fróða, hennar Helgu, og Helgu, en bað Mola að bíða inni.