Tuesday, February 20, 2007

Bandaríkin eru æðisleg

Jæja fyrsta blogg frá Californiu. Hvað hefur nú drifið á daga okkar hérna? Byrjum á því leiðilega, flugvélin okkar frá New York seinkaði um fimm tíma þannig að við vorum komin upp á hótel til tengdó kl að verða hálf sex að morgni. Strax deginum eftir fórum við svo í Disney og garð sem er samtengdur honum sem heitir California adventur park, það var alveg ofboðslega gaman allt fyrir utan það að ég fór í rússíbana sem var náð að plata mig í sem fór í hring og mjög hratt upp og mjög hratt niður og það var ekki gott, ég hélt svo fast í haldföngin að ég var með náladofa í höndunum. Þess má til gamans geta að ég sá Victoriu Backham með börnin sín ásamt fult af lífvörðum að chilla í garðinum, seinna meir þó voru paparadiarnir komnur að bögga hana ekki gaman.
Við fórum á laugardeginum í morgunmat á Goofeys Kichen og men og men hvað það er mikil sturlun og geðveiki. Þú gast fengið þér allt sem þér dettur í hug í morgunmat. Pízzu með pepparóní, pízzu með eggi, tómat og hakki, pízzu með hnetusmjöri og sultu og súkkulaði bita köku pizzu (en það var þá bara súkkulaðibitakökudeig). Þú gast fengið þér ávexti, vöfflur, pönnukökur, ommilettur, skrablupegg, beikon, pulsur, bregfastpotatos, morgunkorn, alskonar sætabrauð þar á meðal muffur, vínarbrauð, crosant, og margt fleira. Að lokum gastu fengið þér ís og súkkulaði búðing í skál sem var búið að britja oreo kökur útí og svo voru hlaupormar settir út í það. Eftir matinn var svo farið á ströndina og það var æðislegt. Þar var að finna alskonar leik tæki til að dingla sér í feitan stíg sem hækt er að vera á hjólaskautum, hjóli eða bara skokka á. Á sunnudeginum var svo farið í kirkjur og byrjuðum við á Cristal Cathitral (kann ekki að skrifa þetta) og men ó men hvað hún var leiðileg. Eftir þá kirkju fórum við svo í Saddleback kirkjuna og vá þar var maður kominn heim Rick Warren sjálfur talaði um að græða falin sár mjög góð pretinkun. Það var líka gegjaður söngvari að syngja þegar við vorum þarna sem heitir Phil einhvað keyfti tvo diska með honum.
Eftir kirkjunrnar fengum við okkur að borða og svo var farið í smá búðarrölt. Í gær vöknuðum við Davíð snemma og fórum í leikfimi og fengum okkur svo morgunmat. Síðan var stefnan tekin á kristilega bókabúð, ég fann dýrabúð þar, svo mol, svo Best buy og svo að lokum Target. Við Davíð fundum leikfimistæki sem við ætlum að fjárfesta í þar sem það kostar bara 100 dollara og er mjög lítið. Í dag á svo að fara í Disneyland aftur þar sem við eum með ársmiða þangað ;).
Ég hef þetta ekki lengra að sinni en bið að heylsa öllu og vonandu get ég sett inn myndir fljótlega.

Kveðja Fjóla og Davíð

Tuesday, February 13, 2007

Jæja þá er maður bara að fara..

..til Kaliforníu mar gegjað stuð. Við förum á fimmtudaginn og komum svo heim snemma á þriðjudagsmorgni 27 febrúar þannig að við fáum allavegana 10 góða daga í sólinni og hitanum jey.
Það er búið að vera alveg ofboðslega erfiður dagur hjá mér í vinnunni í dag. Það byrjaði á því að kötturinn, hún Appelsína, sem ég er búin að taka ástfóstri við hér í vinnunni dó í dag eftir margra daga umhyggju hér hjá okkur. Ég var alveg klökk vegna þess að þetta er sá allra besti köttur sem ég hef nokkurntíman kynnst hún leifi okkur að gera alla þessa hræðilega leiðilegu hluti sem þurfti að gera eins og að taka svona ca 20 röntkenmyndir, sprauta í hana mörgum mörgum sprautum, láta hana vera með næringu í æð og fleira og fleira. En alltaf þegar ég kom til hennar og talaði við hana malaði hún og var ekkert nema yndisleg.
Það kom líka Stóra Dan tík til okkar í augnaðgerð og ekki leit hún vel út greyið ofboðselga horuð og lítil í sér. Hún meig tvisvar á gólfið og alveg lámark líter í hvert skipti og svo skeit hún þessum líka risa stóra hrossa kúk á gólfið (allt leit út fyrir að eigandinn hafi ekki farið með hana út áður en hún kom :( ). Ég sá það mjög skírt í dag að það er ástæða fyrir því að ég er ekki með stóran hund.
Í kvöld er svo mín fyrsta heimsókn ássamt Báru, Ásgeiri, Tinnu, Berglindi og kanski Jóni Ómari á Tacko bell uppáhaldið mitt. Nú er bara að sjá hvort þetta sé eins gott og úti á Flórída. Efit átið er Bára svo búin að bjóða okkur í spil heim til sín og vonandi fær Moli að koma með ;).

Ég held þetta sé orðið gott í bili.

Heyrumst

Kveðja Fjóla og Moli

Sunday, February 11, 2007

Smá innlegg

Jæja þá er helgin búin og vinnan bíður. Ég fór í Garðheima á bæði laugardag og sunnudag og hitti þar markt fólk ásamt mörgum hundum. Það var alveg ofboðslega gaman þar sem ég fékk líka að sjá Robbin minn og jiii hann verður bara sætari með hverjum deginum. Við borðuðum með Jóni og Riss á laugardeginum og horfðum svo á Black Dalia sem er vægast sagt öruvísi og hálf creepy, eða eins og Davíð segir það creepy creepy creepy creepy (lagið við Twilight zone).
Annars hef ég þetta ekki lengri í bili. Kanski fáið þið að vita meira áður en ég og Davíð förum til Kaliforníu.

Bið að heylsa ykkur og hafið það gott. Verið í stuði með Guði.

Kveðja Fjóla

Wednesday, February 07, 2007

Jæja þá er fyrsti dagurinn búinn

Dýralæknastofa Dagfinns
Fyrsti dagurinn í nýju vinnunni minni er búinn. Ég mætti kl 10 og stuttu eftir að ég kom mætti fyrsti sjúklingurinn aldraður boxer rakki sem var kominn til að láta gelda hann, þar sem ekki var í lagi með eitt eistað á honum, og til að láta taka smá af skottinu hans þar sem hann hefði klemmt það einhvað og verið svo að naga það og það leit ekki vel út. Þessi hundur sem heitir Offi var vægast sagt frábær fyrsti sjúklingur fyrir mig hann var alveg salla rólegur og var ekkert nema bara algjört ljós. Stóri kallinn var svo svæfður og ekki tók það langan tíma fyrir kallinn. Þá var komið að því að byrja á aðgerðinni og viti menn ég bara var að hjálpa til við hana allan tímann og sá allt blóðið og allt vá ógeðslega spennandi. Allt gekk vel og þegar allt var búið og hann tekinn af svæfingarlifinu vaknaði hann næstum strax. Hann var soldið vankaður en kom samt ótrúlega fljótt til.
Aðrir sjúklingar voru Peking tík sem var með legbólgur og vildi ekkert drekka eða borða og hún var með sykurvatn í æð og ég mataði í hana næstum heila dós af hundamat en það tók sinn tíma því hún vildi ekki borða, nokkrir kettir og hundar sem komu í árlega sprautu og ormahreinsun og svo var það ein kona sem kom með köttinn sinn til að láta svæfa hann vegna mikilla veikinda vegna krabbameins.
Það er ein lítil kisa sem er á læknastofunni hjá okkur sem fæddist án endaþarmsops og þurfti að búa til op fyrir hana en hún er upp og ofan hvernig hún er en hún var mjög hress í dag og vildi tala við alla sem komu á stofuna.
Ég segi þetta gott í dag og hlakka til að sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Guð blessi ykkur og takk fyrir allar góðu hugsanirnar sem þið hafið sent í minn garð.

Love ya Fjóla

Tuesday, February 06, 2007

YesYesYes :D

Ég er loksins kominn með vinnu.Ég byrja á morgun í reynslutíma á læknastofu Dagfinns og vona að allt muni ganga eins og í sögu bæði fyrir mig og vinnuveitendur mína. Ég er búin ða vera alveg ofboðslega stressuð yfir þessu en allt er að ganga upp sýnist mér þökk sé Guði fyrir það.



Annars er ég með eina góða mynd...

Þessi hefur einhvað tekið það bókstaflega að fara út MEÐ hundinn sinn að labba ;)


Njótið dagsins Kv Fjóla og Moli

Monday, February 05, 2007

Hvað er að gerast hjá mér þessa dagana

Núna er ég búin að fá já svar um reynslutíma hjá Dagfinni dýralækni en einhvað virðist það vera efitt að fá að vita hvenar ég á að byrja. Ég aftur á móti hringdi í Albert hundaþjálfara á föstudaginn og spurði hann hvort ég mætti koma í læri handa honum og hann hljómaði mjög jákvæður og sagðist ætla að hafa samband við mig eftir helgina þannig að ég er með krosslagða fingur um að hann hringi fyrr en seinna.
Ég fór til Helgu vinkonu til að gefa henni góð ráð með hann Fróða sinn og fannst mér það ganga vel en nú bíð ég bara eftir að heyra hvernig Helgu gengur með hann. Á morgun verður gaman þar sem ég fæ gamla góða gengið Báru, Ásgeir, Tinnu, Berglindi og Jón Ómar í heimsókn í pízzu, ís og smá spil um kvöldið.
Við erum í miklum og þungum hugleiðigum um grænakortið. Við þurfum að komast að því hvort einhver leið er til að fá kortið þrátt fyrir að við flytjum ekki út fyrr en eftir tvö ár því annars erum við ða borga 70.000 kr fyrir ekkert þar sem við eigum að borga það þegar við förum í viðtalið. Ef þið vilduð vera svo góða að hjálpa okkur að biðja fyrir þessu væri það meira en vel þegið.
Moli er æðislegur....vildi bara fá að koma því á hreint ;).
Ég hef ekki meira að segja í bili.

Kveðja Fjóla Dögg

Saturday, February 03, 2007

Var að finna nokkrar hvolpa myndir ;)

Var að skoða á netinu og fann heimasýðu bróður hans Mola hans Ariesar og þar var að finna myndir af Mola og bræðrum hans þegar þeir voru bara algjör síli..... Hér koma nokkrar.


Þarna eru allir bræðurnir saman Moli að fela andlitið, svo Aries og svo Leó



Þarna er Moli og Aries dúllur. Eins og þið sjáið var Moli lang mynstur og dúllaðastur ;). Hann er líka búin að breytas alveg ofboðslega mikið þetta er ekki sami hundurinn.

Njótið vel

Kveðja Fjóla og Moli.

p.s. Ég er að fara að læra hundaþálfaran hjá Alberti :D :D

Thursday, February 01, 2007

Græna kortið

Jæja þá var maður alveg búin að útskrifa grænakortið en viti menn, Davíð fékk símhringingu í gær þar sem hann og ég vorum boðuð á fund í Bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Við erum með mjög blendnar tilfinningar varðandi þetta en ef allt gengur eftir okkar óskum og við finnum að þetta er Guðs vilji með okkar líf þá tökum við að sljálfsögðu við kortinu með mikilli gleði.
Við munum biðja fyrir þessu og allt mun fara á réttan veg á endanum.

Guð blessi ykkur

Kveðja Fjóla, Davíð og Moli í græna korts hugsunum ;)